Föstudagur, 7. desember 2007
Apar og hlutabréf
Eru apar jafngóðir og sérfræðingar á fjármálamarkaðinum? Nokkurn veginn svona hljóðar fyrirsögn fréttar á Vísir.is í dag. Þar segir m.a. "Api með bundið fyrir augun [var] látinn kasta pílu í dart-kringlu með nöfnum félaga í kauphöllinni í New York. Í ljós kom að hann var næstum jafngóður og fjármálasérfræðingar í að velja þau félög sem síðan stóðu sig vel á markaðinum." Í fréttinni segir að þetta komi fram í nýrri bók prófessorsins Burton Malkiel "A Random Walk Down Wall Street."
Þetta eru orð að sönnu að því frátöldu að bókin er ekki ný heldur kom út árið 1973 og var meðal annars mælt með henni sem lesefni í fjármálakúrsum í Háskóla Íslands fyrir um 10 árum síðan. Eins og gefur að skilja er þessi bók vel geymd í bókaskápnum mínum og bíður þess að verða lesin.
Athugasemdir
Margur verður af aurum api! er sagt er það ekki. En sennilega kom þessi málsháttur inn í íslenska tungu löngu áður en Kauphöll Íslands var stofnað og á þeim tíma að peningar bjuggu ekki til peninga eins og nú.
EN margt er gott sem gamlir kveða, segir líka.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.