París er borg elskenda

Ég er nýkominn úr menningarferð til Parísar. Ferðin var frábær enda ekki við öðru að búast þegar maður ferðast með jafn góðu fólki og vinnufélagarnir eru. Það ætti engum að leiðast í París því þar er óendanlega margt merkilegt að skoða, hvort sem um er að ræða sögulegar byggingar eða söfn af ýmsu tagi.

Þar sem ferðin var stutt þá var ekki hægt að gera allt sem stefnt var að í ferðinni. Þó náðum við að fara upp í Eiffel turninn, skoða Sigurbogann, Bastillu torgið, Notre Dame kirkjuna, Louvre safnið og höllina í Versölum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig fórum við á kabarett og rúsínan í pysluendanum var auðvitað rómantískur kvöldverður um borð í báti sem sigldi eftir Signu.

Baldur og Harpa í París

Myndin hér að ofan sýnir okkur Hörpu í Eiffel turninum með Parísarborg í baksýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ein albesta borg Evrópu  -  og þótt víðar væri leitað. Spurning um að byggja eins og eina Notre Dame kirkju hér í Víkinni.....

Grímur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Svei mér þá ef það er ekki hjónasvipur með þessu prýðispari í París

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 14.11.2007 kl. 23:38

3 identicon

Þið eruð ótrúlega sæt saman

Svava (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband