Fjármálaráðstefna

Ég er staddur í borg óttans þar sem ég mun sitja Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Þar eru mörg forvitnileg erindi á dagskrá og má þar nefna kynningu á afkomu sveitarfélaga árið 2006 þar sem spurt er "Hvert stefnir?", kynningu á niðurstöðum skýrslu um áhrif samdráttar í þorskveiðum á sveitarfélögin, erindi um fjármálareglur sveitarfélga og ýmislegt fleira sem vonandi verður bæði fróðlegt og gagnlegt.

Á þessari ráðstefnu verður maður ef til vill svo heppinn að komast að því hvað felst í "ójafnri jöfnun" sem það mun vera aðferðafræði sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga virðist aðhyllast þessa dagana. Það virðist nefnilega vera þannig að "það eru allir jafnir en sumir eru jafnari en aðrir".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband