Fimmtudagur, 25. október 2007
Landsbyggðarskatturinn
Það er rétt hjá formanni LÍÚ að auðlindagjald á sjávarútveg er hreinn og klár landsbyggðarskattur. Fyrir utan að skatturinn er aðeins innheimtur af atvinnustarfsemi sem er að mestu leyti á landsbyggðinni þá er verið að skattleggja sjávarútveginn umfram aðrar atvinnugreinar í landinu.
Formaður Samfylkingarinnar lýsti því ítrekað yfir á fundi sem ég sat með henni í sumar að það væri algjört "prinsipp" að innheimta auðlindagjald af sjávarútvegi. Ef innheimta auðlindagjalds er svo mikið grundvallaratriði þá liggur beinast við að innheimta það af nýtingu annarra náttúruauðlinda, svo sem virkjun fallvatna og jarðvarma að ógleymdu heita vatninu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.