Föstudagur, 5. október 2007
Grjóthrun á Óshlíðarveg
Það hefur rignt mikið í dag og þar með eru kjöraðstæður fyrir grjóthrun á Óshlíðarveg. Við slíkar aðstæður aka menn veginn ekki að nauðsynjalausu. Þessa stundina er mikið af stórgrýti á Óshlíðarvegi og þurfa bílar að sviga milli vegarhelminga til að komast leiðar sinnar. Það er ekki að ástæðulausu að okkur Víkara hlakki til að fá jarðgöng sem leysa þennan stórhættulega veg af hólmi.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem sýna dæmi um grjót sem fallið hafa á veginn um Óshlíð á undanförnum árum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.