Fyrsta kílóið farið

Fat Fighters átakið mitt fer vel af stað og er mér það sönn ánægja að tilkynna að fyrsta kílóið er farið... vonandi kemur það aldrei aftur. Fyrsta vikan einkenndist af hörkupúli og miklum harðsperrum sem láta finna fyrir sér enn þann dag í dag. Þó svo að það íþróttahúsið okkar hafi staðið í ljósum logum á sunnudaginn þá fengum við ekkert frí á mánudaginn. Allir voru drifnir út að skokka og að slíkri upphitun lokinni tók við strangt herþjálfunar prógramm þar sem púlað var til síðasta blóðdropa. Með sama áframhaldi er öruggt að fleiri kíló fá að fjúka enda af nógu af taka á þessum bænum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband