Sunnudagur, 16. september 2007
Hann bjó á verbúð í Bolungarvík
"Bubbi Morthens mun leita að söngvara fyrir í hljómsveit sína í Bolungarvík í raunveruleikaþættinum Bandið hans Bubba sem hefur göngu sína á Stöð 2 í vetur. Fyrstu áheyrnarprufurnar fara fram í Bolungarvík 10. október... Bubbi verður sjálfur viðstaddur allar prufurnar. Sérstakir útsendarar hafa síðan verið gerðir út af örkinni til að finna hæfileikafólk sem aldrei myndi láta sjá sig í svona þætti og hyggst Bubbi sækja það, prívat og persónulega...Bubba líst vel á þáttinn og það verður til mikils að vinna, þrjár milljónir í reiðufé auk plötusamnings."
Bubbi bjó á verbúð í Bolungarvík á sínum yngri árum. Nú leitar hann í Víkina fögru í von um að finna þar söngvara í hljómsveitina sína. Ég vona að leitin beri góðan árangur.
Athugasemdir
eitthvað sem maður á að tékka á hehe:)
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.