Miðvikudagur, 12. september 2007
Kvíði
Klukkan fjögur í dag á að kynna mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á þorskkvóta. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið kvíðinn. Ég óttast að þær aðgerðir sem verða kynntar til sögunnar eigi ekki eftir að gagnast þeim byggðarlögum sem skerðingin bitnar harðast á. Með öðrum orðum, ég óttast að sum byggðarlög hagnist á óförum annarra. Ég tek undir með þeim sem telja að stjórnvöld séu veruleikafirrt ef þau horfa ekki fyrst og fremst til þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína á þorskveiðum og vinnslu þegar kemur að mótvægisaðgerðunum. Kannski er þetta bara slæmur dagur hjá mér í dag en reynslan hefur kennt mér að við svona aðstæður sé best að vona það besta en búast við því versta.
Athugasemdir
Einmitt Baldur - vona hið besta og búast við hinu versta. Og hvernig líst þér nú á? Skyldu hásetarnir hjá Kobba Flosa geta nýtt sér námið sem boðið verður upp á Og konurnar úr Bakkavík og frá hinni vinnslunni....skyldu þær fá að sækja námskeið í að keyra ýtur og vörubíla svo þær geti nú keyrt ofanburðin úr göngunum......einhvern tímann á næsta ári?
Katrín, 12.9.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.