Háskólinn okkar

Þau gleðilegu tíðindi bárust mér í dag að Fjórðungsþing Vestfirðinga hafi nú um helgina samþykkt að stofna háskóla á Vestfjörðum árið 2008. Eitt ár er fljótt að líða og því er því ekki seinna vænna að hefja undirbúning þessa framfaramáls okkar Vestfirðinga.

Eitt af því fyrsta sem við þurfum að hugsa um er hvað á að kenna í skólanum, eiginlega er það grundvallaratriði. Verður þetta frumgreinaskóli eða ætlum við að sérhæfa okkur á einhverju sviði? Ein af þeim hugmyndum sem hafa komið fram er að háskólinn muni sérhæfa sig í málefnum hafsins.

Annað sem kemur upp í hugann er nafngiftin, ætla menn að kalla þetta Háskóla Vestfjarða eða eru til einhverjar betri hugmyndir? Ég tel það góða hugmynd að efna til samkeppni um nafn á háskóla á Vestfjörðum.

Án þess að telja upp allt sem hugsast getur þá þarf líklega að velja háskólanum stað. Sumir segja að Ísafjöður sé sjálfgefinn, aðrir tala um stór-Ísafjarðarsvæðið en varla er hægt að útiloka neina staðsetningu að svo stöddu.

Hvað sem öllum vangaveltum líður þá er það gott mál að búið sé samþykkja að stofna háskóla á Vestfjörðum. Nú er bara að láta verkin tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Nafnið steinliggur fyrir: Háskóli Vestfjarða!!!!

Katrín, 11.9.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Ég vona svo sannalega að þetta gangi eftir og vonandi getum við hafið kennslu strax næsta haust. Annars bárust mjög góðar fréttir frá Háskólasetrinu á Ísafirði núna í dag sem er mjög spennandi og getur skapa ótal tækifæri.

Gunnar Pétur Garðarsson, 11.9.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband