Mánudagur, 10. september 2007
Háskólinn okkar
Eitt af því fyrsta sem við þurfum að hugsa um er hvað á að kenna í skólanum, eiginlega er það grundvallaratriði. Verður þetta frumgreinaskóli eða ætlum við að sérhæfa okkur á einhverju sviði? Ein af þeim hugmyndum sem hafa komið fram er að háskólinn muni sérhæfa sig í málefnum hafsins.
Annað sem kemur upp í hugann er nafngiftin, ætla menn að kalla þetta Háskóla Vestfjarða eða eru til einhverjar betri hugmyndir? Ég tel það góða hugmynd að efna til samkeppni um nafn á háskóla á Vestfjörðum.
Án þess að telja upp allt sem hugsast getur þá þarf líklega að velja háskólanum stað. Sumir segja að Ísafjöður sé sjálfgefinn, aðrir tala um stór-Ísafjarðarsvæðið en varla er hægt að útiloka neina staðsetningu að svo stöddu.
Hvað sem öllum vangaveltum líður þá er það gott mál að búið sé samþykkja að stofna háskóla á Vestfjörðum. Nú er bara að láta verkin tala.
Athugasemdir
Nafnið steinliggur fyrir: Háskóli Vestfjarða!!!!
Katrín, 11.9.2007 kl. 20:01
Ég vona svo sannalega að þetta gangi eftir og vonandi getum við hafið kennslu strax næsta haust. Annars bárust mjög góðar fréttir frá Háskólasetrinu á Ísafirði núna í dag sem er mjög spennandi og getur skapa ótal tækifæri.
Gunnar Pétur Garðarsson, 11.9.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.