Má stytta fundi bæjarstjórnar?

Bæjarfulltrúi á Ísafirði spyr nú þessarar spurningar eftir að fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar stóð yfir í rúmar 7 klukkustundur. Bæjarstjórnarfundir eiga að vera afgreiðslufundur, þ.e.a.s. þar eru afgreiddar fundargerðir nefnda og ráða á vegum bæjarfélagsins og því eiga ekki að skapast þar langar umræður. Þó geta verið á dagskrá sérstök mál sem umdeild eru í bæjarfélaginu og þarfnast víðtækrar umræðu. En í jafn litlu bæjarfélagi og Ísafjarðarbæ ættu þau að vera fá. Að fenginni reynslu eru þær ráðleggingar sem ég get gefið ísfirskum bæjarfulltrúum við þessar aðstæður ósköp einfaldar, verið stuttorð og kjarnyrt. Það gerir gæfumuninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Betra er að tala stutt og segja eitthvað af viti en að halda langar ræður um lítið sem ekki neitt. Þessi góðu ráð þín ísfirskum bæjarfulltrúum til handa eru gulli betri.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 10.9.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég get sagt ykkur það að þeim fundum sem ég hef setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefði verið hægt að ljúka mikið fyrr en raun varð á, ef  bæjarfulltrúar minnihlutans hefðu raðað niður þeim málefnum sem þeir þurfa að ræða. Þeir koma allir upp, og tala um nákvæmlega sömu hlutina. Í mínum huga er þetta málþóf og ekkert annað.

Ingólfur H Þorleifsson, 10.9.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband