Laugardagur, 18. ágúst 2007
Virkjum Glámu
Þakrennuvirkjun á Glámuhálendinu er nokkuð sem vit er í. Þetta yrði að öllum líkindum umhverfisvænasta virkjun landsins sem myndi um leið tryggja Vestfirðingum stöðuga orku til frambúðar. Helgi Jóns segir m.a. þetta um Glámuvirkjun:
"Á Glámuhálendinu er gnægð lítilla vatna sem Orkubú Vestfjarða gerði á sínum tíma áætlanir um að virkja með svokallaðri þakrennu aðferð. Þetta er umhverfsvæn aðferð og hefur ekki í för með sér mikla spillingu umhverfis eins og t.d Kárahnjúkavirkjun og virkjanirnar í Þjórsá. Þessi virkjun á Glámu gæti gefið 75-85 MW sem gæti dugað vestfirðingum fyrir öllu því rafmagni sem notað er á Vestfjörðum öllum, um ókomna framtíð. Með þessu yrði líka til stöðugleiki í afhendingu rafrmagns til notenda, og gæti þar með orðið til þess að hægt væri að bjóða erlendum aðilum ódýra og vistvæna orku til sölu, t.d með hýsingu netþjónabúgarða og vistun gagnageymsla. Enginn staður á Íslandi væri betur til þess fallinn þar sem loftslag er frekar kallt og auðvelt að kæla slíka starfsemi niður með minni tilkostnaði. Með þess konar atvinnustarfsemi gæti skapast 50- 70 varanleg störf fyrir tæknimenntað fólk sem og aðra ásamt afleiddum störfum sem gætu orðið 10-20 til viðbótar. Þess konar starfsemi fylgir engin mengun og náttúran fengi að njóta sín án sjónmengunar sem t.d olíuhreinsunarstöð óneitanlega myndi valda svo ekki sé talað um loftmengun sem af slíkri stöð yrði."
Þetta er auðvitað ekki spurning - við eigum að drífa í því að virkja Glámu.
Athugasemdir
Virkjun Glámu, nethýsing auk olíuhreinsistöðvar - hvers vegna bara eitt en ekki annað? Allt þetta getur farið ágætlega saman auk túrhestanna
Katrín, 18.8.2007 kl. 23:35
Baldur þetta er snilldarhugmynd þá gæti maður fengið vinnu heima hjá sér fyrir vestan;) Flott mál meira svona:)
Páll Jens Reynisson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.