Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Ratsjárstofnun
Nú er lag að flytja Ratsjárstofnun til Bolungarvíkur. Í gær var öllum starfsmönnum stofnunarinnar sagt upp störfum og meiriháttar breytingar boðaðar þar á bæ. Sjaldan eða aldrei hefur ríkisstjórninni boðist jafn gott tækifæri til að rétta hlut Bolungarvíkur þegar kemur að tilfærslu opinberra starfa milli landshluta. Við megum ekki gleyma því að með uppsögnum gærdagsins hafa í það heila 11-12 opinber störf verið lögð niður hjá hinu opinbera í Bolungarvík og færð suður á bóginn. Og er þá einungis átt við störf hjá umræddri Ratsjárstofnun. Nú er rétti tíminn til að færa þess störf aftur til Bolungarvíkur því þar eiga þau réttilega heima.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.