Prinsessan

Íris Embla

Hún Íris Embla er prinsessan á mínu heimili. Hún vefur húsbóndanum ætíð um fingur sér og finnst ekkert leiðinlegt að láta hann stjana aðeins við sig. Íris Embla er 3 ára gömul og var að byrja á leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík þar sem tekið var vel á móti henni. Íris er skýr og kraftmikil stelpa sem veit fátt skemmtilegra en að sparka í bolta í Lautinni góðu sem verið hefur leiksvæði krakkanna í hverfinu frá því að ég man eftir mér. Henni finnst líka gaman að syngja og kann rosalega mörg lög utan af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Já, ég verða að segja bara innilega til hamingju með að hafa fundið svona góða stelpu þér við hlið. Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en á laugardaginn. Bara velkominn í fjölskyldupakkann hann er alveg þræl fín.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 15.8.2007 kl. 12:25

2 identicon

Enda af góðum ættum

Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband