Sveitakeppni GSÍ

Um helgina fer fram Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Keppt er í 4 deildum í karlaflokki og í ár ber svo við að 4. deildin er haldin á Tungudalsvelli á Ísafirði. Golfklúbbur Bolungarvíkur mætir að sjálfsögðu til leiks en sveit klúbbsins féll úr 3. deild á síðasta ári. Ég geri ráð fyrir að sveit GBO verði í baráttu um að komast aftur upp í 3. deild að þessu sinni.

Sveit GBO er að þessu sinni skipuð þeim Rögnvaldi Magnússyni, Gunnari Má Elíassyni, Jóni Steinari Guðmundssyni, Weera Khiansanthia, Elíasi Jónssyni og Þórði Vagnssyni en Guðbjartur Flosason er liðstjóri að þessu sinni. Ég óska þeim alls hins besta og vona að þeir leiki sitt besta golf um helgina og tryggi þannig klúbbnum okkar sæti í 3. deild að ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband