Forseti... eða hvað?

Blaðamenn hins virta tímarits Mannlífs virðast hafa misstigið sig í því að klína titli á Soffíu Vagnsdóttur bæjarfulltrúa í Bolungarvík. Í frétt blaðsins er Sossa sögð vera forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur en hið rétta er að það er Anna Guðrún Edvardsdóttir sem ber þennan virðulega titil. Ég velti því fyrir mér hvort fleiri staðreyndavillur leynist í skrifum blaðsins um menn og málefni.

Hesteyri

Annars fjallar frétt Mannlífs um árlega kjötsúpuferð á Hesteyri, ég hef einu sinni farið í slíka ferð og hafði gaman af. Kjötsúpan hennar Binnu er alltaf góð og náttúrufegurðin í Jökulfjörðunum alltaf einstök.

Hesteyri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú ég hef nú séð margar staðreyndarvillur í Mannlífsúttektinni hvort sem um er að ræða fólk eða fjárhæðir.

Helga Valan (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband