Föstudagur, 22. júní 2007
Heitur reitur
Lítill fugl hvíslaði því að mér að í dag opnaði fyrsti "heiti reiturinn" í Bolungarvík og er hann staðsettur í hinu fornfræga Einarshúsi. Heitir reitir (e. Hot Spots) er ókeypis þráðlaust internetsamband sem Vodafone býður gestum veitinga- og kaffihúsa víða um landið. Bolvíkingar geta því sötrað og sörfað í heita reitnum við Einarshúsið í veðurblíðunni í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.