Miðvikudagur, 2. maí 2007
Islantilla: Dagur sex
Það ringdi á Islantilla í dag og var golfvöllurinn lokaður til hádegis. Þrátt fyrir að það stytti ekki strax upp var okkur hleypt á völlinn um eittleytið og lékum við holur 1-9 og 19-27. Ég náði því markmiði mínu að spila 18 holur á innan við 100 höggum og verð því að setja mér ný markmið fyrir næstu ferð.
Fyrstu 6 holurnar voru ansi blautar í dag en á 7. holu stytti loksins upp. Spilamennskan hjá mér var frekar óstöðug í dag enda aðstæður ekki upp á það besta en þó náði ég að spila á 98 höggum. Fyrri hringinn fór ég á 49 höggum og fékk þá 2 pör en seinni hringinn fór ég einnig á 49 höggum en var þá með 3 pör. Það var sem sagt enginn fugl hjá mér í dag þrátt fyrir nokkra sénsa.
Á morgun verður haldið til Portúgals og leikið á Quinta de Cima vellinum sem mun vera mjör erfiður og er rúmlega 6 km af gulum teigum.
Athugasemdir
Ble.. það má kaski bjóða þér í kaffi hérna í Kef fyrir flug?
Einar Örn (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.