Islantilla: Dagur fjögur

Afmælismót Rikka Há var í dag þar sem leikinn var 4 manna Texas Scramble. Strax á fyrstu holu kom í ljós að það var góður andi í mínu liði. Við náðum pari á fyrstu tveimur holunum en fyrsti fugl dagsins leit dagsins ljós á 3. holu. Nætu þrjár holur voru leiknar á pari en á 7. og 8. holu komu tveir fuglar, sá seinni var afar glæsilegur en þá munaði minnstu að liðstjórinn okkar færi holu í höggi. 9. holu fórum við á pari þannig að eftir fyrri hringinn vorum við á 3 undir pari. Seinni hringurinn byrjaði á fugli á 10. braut en svo tóku við 3 pör í röð. Næsti fugl kom á 14. braut en eini skolli dagsins var á 15. braut og var það algjör klaufaskapur. Síðustu 3 holurnar voru leiknar á pari þannig að við enduðum á 4 undir pari eða 9 undir pari með forgjöfinni og dugði það til sigurs.

Eftir mótið spilaði ég 9 holu til viðbótar með Olla, Eygló og Grími, ég spilaði ágætlega að frátaldri slæmri byrjun á fyrstu þremur holunum. Púttin duttu loksins og drævin voru upp á sitt besta. Ég endaði á 49 höggum en Grímur var á 48 og Olli á 50 höggum.

Eftir að hafa gengið 27 holur í dag var gott að komast á Mandarin veitingastaðinn í Lepe, maturinn þar er ávallt góður og á mjög góðu verði. Í kvöld kostaði fyrsta flokks 6 rétta máltíð með fordrykk, borðvíni og þjórfé aðeins 20 evrur á mann eða um 1.800 krónur... sem er í raun algjör brandari.

Á morgun tekur við hefðbundinn höggleikur og verða væntalega leiknar 27 holur. Annað kvöld er svo frátekið fyrir Meistaradeildina í fótbolta þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea... það verður leikur sem tekur á taugarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha er ég þarna niðurfrá? Annars held ég að golfkylfurnar verði teknar upp fljótlega - greinilega ansi skemmtilegt......

Grímur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er gott að íhaldið í Bolungarvík getur spilað.Sjávarútvegsráðherrann kemur þaðan og fékk á sig fjögur álit umboðsmanns Alþingis fyrir afglöp í starfi, og fleiri eru á leiðinni.Hann hefur kannski gleymt sér í golfi þegar hann átti að vera að svara bréfum,eða taka fólk í viðtöl.

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband