Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Stórleikur í kvöld
Liverpool og Chelsea eigast við í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Ég á von á að mínir menn frá Bítlaborginni mæti baráttuglaðir til leiks og jarði þetta Chelsea lið í eitt skipti fyrir öll. Það ætti engum að koma á óvart að Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hefur vælt mikið undan meiðslum sinna manna í fjölmiðlum undanfarna daga. Það er hluti af sálfræðistríðinu sem er sett upp fyrir hvern leik og er tilgangurinn m.a. að freista þess að andstæðingarnir vanmeti Chelsea liðið. Það er viss óróleiki í mér fyrir þennan leik en ef Liverpool nær að halda hreinu á Stamford Bridge í kvöld er ég nokkuð viss um að það dugi til þess að komast í úrslitaleikinn í Grikklandi.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Ég vona eiginlega að Liverpool komist áfram. Það er yrði svo ljúft ef Manchester myndi taka þá í úrslitaleiknum.
Elmar (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:36
Blessadur Baldur!Ef Liverpool vinnur Man-Utd i urslitumum skla eg koma heim 25 mai
og labba fra Isafjardar velli til kjallarans og gefa ter BJÒR.
Jakob E Jakobsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.