Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Atvinnulíf á Vestfjörðum
Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem ég tek atvinnulíf á Vestfjörðum til umfjöllunar. Fyrir tæpri viku síðan átti Vestfjarðanefndin svokallaða að skila af sér vinnu sinni til forsætisráðuneytisins en eins og flestir vita átti nefndin að koma með tillögur að leiðum til eflingar atvinnulífs á Vestfjörðum. Nefndinni bárust hátt í eitt hundrað tillögur sem áttu það sammerkt að geta bætt atvinnuástand á Vestfjörðum. Margir hafa því lagt hönd á plóg til að auðvelda nefndinni vinnu sína.
Líklega eru þær tillögur sem nefndinni bárust af ýmsum toga og má þar eflaust finna góð sóknarfæri fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum. Eitt af því sem ég óttast er að þær hugmyndir sem eiga eftir að hljóta náð fyrir augum fólks verði óraunhæfar og óframkvæmanlegar. Okkur mannfólkinu hættir nefnilega til að gleyma okkur í eigin draumum. Sumar hugmyndir eru frumlegar og sniðugar en það er ekki endilega víst að þær séu hentugar. Ég vil raunhæfar lausnir - enga villta drauma.
Það er að mörgu að hyggja í þessum málum en að mínu mati þarf að huga vandlega að einu atriði, vinnumarkaðnum á Vestfjörðum. Mikið hefur verið rætt um að fjölga þurfi opinberum störfum á Vestfjörðum til jafns við aðra landsfjórðunga. Þá kviknar strax spurningin, hvernig störf á hið opinbera að bjóða á Vestfjörðum? Í mínum huga er svarið einfalt - störf fyrir venjulegt fólk. Við þurfum því að horfa til framboðs á vinnuafli á svæðinu því það þarf að bjóða upp á verkefni sem hinn almenni borgari getur leyst af hendi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Facebook
Athugasemdir
Verður þessi skýrsla ekki opinber?
Ég vil hafa alla villtu draumana með. Hver hefði trúað því að það ætti eftir að verða til íslenskur tölvuleikur sem tug þúsunda manna spila um allan heim. Það er klárlega villtur draumur sem varð að staðreynd. Við eigum ekki að láta hóp af misgáfuðu fólki velja handa okkur tækifærin. Við eigum að velja þau sjálf. Óraunhæf lausn hjá einhverjum gæti snilldar tækifæri hjá öðrum.
Jón Atli Magnússon, 17.4.2007 kl. 13:15
Hjartanlega sammála þér Baldur ( loksins) Það vantar einmitt störf fyrir venjulegt fólk, sérhæfðu störfin veita fáum vinnu.
Katrín, 17.4.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.