Mánudagur, 2. apríl 2007
Ástarhóllinn
Ein af skemmtilegri hugmyndum sem ég hef heyrt undanfarin misseri er ćttuđ frá skáldinu Trausta úr Vík. Hér er ég auđvitađ ađ vísa til hugmynda hans um "Ástarhólinn" svokallađa. Hér kemur lýsing Trausta á hugmyndinni eins og hún var sett fram í bréfi til ađstandenda Ástarvikunnar í Bolungarvík á sínum tíma:
"Í tilefni ástarviku langar mig ađ koma á framfćri hugmynd sem hefur setiđ í mér síđan ég kyssti fyrstu stúlkuna á skellinöđruárum mínum í Bolungarvík, á síđasta áratug síđustu aldar.
Ţannig er mál međ vexti, ađ beint ofan af vitanum á Óshlíđinni, liggur vegaslóđi upp á litla náttúrulega syllu í fjallinu. Ţađan er frábćrt útsýni yfir allan bćinn, sér í lagi á góđum sumardegi.
Á ţessum stađ fór ég međ stúlkuna áđurnefndu aftan á mótorfák mínum gagngert til ađ ţrýsta vörum mínum upp ađ hennar. Hef ég trú á ađ hinar náttúrulega ađstćđur, hin guđdómlega umgjörđ, og hiđ stórbrotna útsýni hafi lagt mun meira á vogarskálarnar heldur en útgeislun mín, sjarmi og persónutöfrar, enda óreyndur međ öllu og ungur ađ árum. Síđan ţá hef ég kysst marga stúlkuna, einmitt sökum útgeislunar, sjarma og persónutöfra auđvitađ, en aldrei undir jafn rómantískum og fallegum ađstćđum.
Hugmyndin er einföld og ćtti ekki ađ kosta mikiđ:- Laga vegaslóđann svo bílar eigi auđvelt međ ađ komast á pallinn.
- Merkja leiđina fyrir umferđ vel og vandlega, (á ensku jafnt sem íslensku) svo ekki fari hún framhjá vegfarendum.
- Gera útsýnispallinn snyrtilegan og auđveldan bílaumgangi.
Ţetta er nú kjarninn í hugmyndinni. Einnig vćri hćgt ađ koma fyrir gestabók, ţar sem elskendur gćtu jafnvel tjáđ tilfinningar sínar međ ljóđum eđa öđru slíku. Eflaust vćri pólitísk réttsýni ađ hafa ţar smokkasjálfsala, a.m.k. međan ástarvikan stendur EKKI yfir..."
Hugmyndin um Ástarhólinn er einföld í framkvćmd og er aldrei ađ vita nema ráđamenn í Bolungarvík taki hana upp á sína arma einhvern daginn.
Athugasemdir
Vá ţetta er brilliant hugmynd!
Ilmur (IP-tala skráđ) 3.4.2007 kl. 15:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.