Sunnudagur, 1. apríl 2007
Eins dauði er annars brauð
Hafnfirðingar hafa hafnað nýju deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir stækkun álvers í Straumsvík. Aðeins 88 atkvæði skildu að "stríðandi" fylkingar og er það lítið í ljósi þess að tæplega 13 þúsund manns greiddu atkvæði. Sagan segir að íbúar Húsavíkur fagni þessum úrslitum því nú sé alveg ljóst að álver rísi þar í náinni framtíð.
Ég tók ekki afstöðu í þessu innbæjarmáli þeirra Hafnfirðinga en ef ég hefði getað óskað mér einhverrar niðurstöðu úr þessum íbúakosningum þá hefði það verið jafntefli, þ.e. að atkvæði hefðu fallið nákvæmlega jafnt á milli þeirra sem voru fylgjandi og þeirra sem voru á móti. Þá hefðu fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar líklega fengið að taka ákvörðun í málinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.