Föstudagur, 30. mars 2007
Bæjarráðið
Þau tíðindi urðu á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur að ég var hækkaður í tign í bæjarkerfinu, núna er ég orðinn aðalmaður í bæjaráði. Þau Anna Edvards og Gunnar Halls verða því þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með mér að bæjarmálunum næstu mánuðina. Ég vænti góðs samstarfs í bæjarráðinu enda verð ég þar að vinna með tveimur fyrrverandi kennurum mínum, Anna kenndi mér íslensku og dönsku í grunnskóla og Gunnar kenndi mér að aka bíl.
Athugasemdir
Til lukku með það Baldur minn. Gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:36
Til hamingju Baldur. Ég geri ráð fyrir að þú verðir Önnu jafnhlýðinn og þú varst henni í barnaskólanum
Katrín, 31.3.2007 kl. 14:04
Ég veit nú ekki hvort ég er ennþá sami engillinn núna og ég var í gamla daga. Ég var full rólegur þá en er aðeins fjörugri í dag. Ég var hins vegar góður nemandi í GB á sínum tíma, ég vona að það skili sér inn í vinnuna í bæjarráðinu núna.
Baldur Smári Einarsson, 3.4.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.