Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi var á dagskrá í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 í kvöld. Þar sátu oddvitar stjórnmálaflokkana í kjördæminu fyrir svörum. Mér fannst þeir ekkert vera að brillera en það kom mér verulega á óvart hve lítið Jón Bjarnason, sem leiðir lista VG, hafði til málanna að leggja. Þegar hann var spurður um leiðir til aukinnar atvinnusköpunar á Vestfjörðum var hann gjörsamlega innistæðulaus. Ef marka má frammistöðu oddvitanna í kvöld gæti ég trúað að bæði Samfylking og Frjálslyndir eigi eftir að auka við sig á kostnað VG. Svo má reyndar ekki gleyma Íslandshreyfingunni, en heyrst hefur að þar á bæ verði kona í 1. sætinu en slíkt gæti verið sterkur leikur hjá þeim þar sem allir hinir oddvitarnir eru karlkyns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband