Örnefnasögur - Snjólfsgjá

SnjólfsgjáTveir menn voru á ferð í hríðarveðri á Skálavíkurheiði. Villtust þeir þar og lentu upp á Heiðarfjall. Fóru þeir lengi inn eftir fjallinu, en vissu ekki hvar þeir fóru. Loks komu þeir þar að er gil eitt mikið gekk niður frá fjallsbrúninni. Ræddu þeir nú hvort þeir skyldu freista þess að fara niður gilið, eða leita annars niðurgöngu, en kom ekki saman um hvað gera skyldi. Annar þeirra, sem Snjólfur er nefndur sagði þá: "Öll gil liggja niður". Settist hann svo á staf sinn á gilbrúninni og renndi sér niður. Kom hann niður og bjargaðist til byggða. Félagi hans, sem ekki vildi fylgja honum eftir, kom aldrei fram. Gil þetta heitir síðan Snjólfsgjá og er spölkorn fyrir innan Grjótleiti á Stigahlíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband