Færsluflokkur: Enski boltinn
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Stórleikur í kvöld
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Rauðu djöflarnir
Ég verð að hrósa liðmönnum Manchester United fyrir frammistöðuna gegn Roma fyrr í kvöld þar sem þeir tóku Ítalana hreinlega í nefið. Það var meistarabragur á Man.Utd. í kvöld og ótrúlegt að hugsa til þess að leikur í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar skuli hafa farið 7-1. Um miðjan seinni hálfleik fékk ég símtal frá Liverpool manni sem var staddur á Old Trafford og það má með sanni segja að stemmningin þar var frábær.
Aðdáendur Rauðu djöflana... til hamingju með glæstan sigur í kvöld. Aðdáandi Roma fær hins vegar samúðarkveðjur...
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Liverpool á sigurbraut
Sigurganga Liverpool í Meistaradeildinni í fótbolta heldur áfram. Í kvöld voru það liðsmenn PSV Einhoven sem máttu þola 3-0 tap fyrir Liverpool á heimavelli. Mörk Liverpool í leiknum skoruðu þeir Steven Gerrard, John Arne Riise og Peter Crouch. Það er við hæfi að láta mynd af hinum rauðhærða Riise fylgja með þessari færslu.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)