Berjatínsla á sprengjusvæði

Ég á foreldra sem hafa berjatínslu að áhugamáli. Á síðustu helgi voru þau á tína aðalbláber í Óshlíðinni, þ.e. milli Fremra-Óss og Syðridalsvatns, þegar bormenn Bolungarvíkur sprengdu eina af fyrstu hleðslunum í jarðgöngunum sem menn deilir á um hvað eigi að heita. Eins og gefur að skilja var hávaðinn mikill við sprenginguna og á eftir fylgdu miklar drunur í fjöllunum sem umkringja Bolungarvíkina. Að sjálfsögðu brá foreldrum mínum við þessi læti og þegar ég spurðu þau nánar út í atvikið þá sagði pabbi að þetta hefði nú verið allt lagi, jörðin hefði ekkert titrað þrátt fyrir allan hávaðann.

Ég veit að það hafa margir haft áhyggjur af auknu grjóthruni á Óshlíðarveg á meðan á jarðgangaframkvæmdum stendur, en miðað við þessa reynslu foreldra minna þurfa vegfarendur um Óshlíð ekki að óttast aukið grjóthrun.

Ég var að sjálfsögðu viðstaddur þegar Kristján L. Möller samgönguráðherra sprengdi formlega fyrstu hleðsluna í Bolungarvíkurgöngunum og þá var upplifun mín í takt við þetta, mikill hvellur en enginn titringur. Þeir sem gátu ekki mætt til að sjá ráðherrasprenginguna getað notið hennar með því að smella á tengilinn hér að neðan.

http://www.osafl.is/ResourceImage.aspx?raid=1976 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband