Auðveldara að eyða en afla

Afi heimsækir mig reglulega í vinnuna og oftar en ekki ræðum við veðurfarið og aflabrögðin hér í Víkinni. Í dag barst talið hins vegar að bæjarmálunum. Afi var í hreppsnefnd Hólshrepps á sínum tíma og hefur því eðlilega mikinn áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Gamli maðurinn sagði mér frá fundi sem hann hafði nýlega setið þar sem til umfjöllunar voru tillögur um endurbætur á íbúðum aldraðra hér í bæ.

Þar sem bág fjárhagsstaða Bolungarvíkurkaupstaðar hefur verið mikið rædd í fjölmiðlum að undanförnum vissi afi að það væru litlir sem engir peningar í bæjarkassanum. Því spurði hann hvort það væri til einhverjir fjármunir til að ráðast í framkvæmd sem þessa. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða svör afi fékk við þessari spurningu en hann upplýsti mig um að í gamla daga hefðu menn alltaf þurft að vera búnir að afla peninganna áður en þeim var eytt. Ég las það einnig út úr frásögn afa að nú í dag ætti fyrst að framkvæma en svo síðar meir ætti að reyna að fá styrki til að fjármagna verkin. Þetta var nokkuð sem gamli maðurinn átti erfitt með að skilja.

Afi kvaddi mig með þeim orðum að ég ætti að muna það væri mikið auðveldara að eyða peningum en að afla þeirra.

Þessi orð ættum við öll að hafa í huga þegar við stöndum frammi fyrir ákvörðunum sem snerta fjárhag okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband